Kara Connect er íslenskur sproti ársins í Nordic Startup Awards
Íslensku úrslitin í norrænu frumkvöðlakeppninni Nordic Startup Awards liggja nú fyrir eftir verðlaunaathöfn í Ægisgarði á fimmtudag.
Netkosningar hafa staðið yfir þar sem kosið er um framúrskarandi frumkvöðla og stuðningsaðila þeirra á Norðurlöndunum. Keppt er í fjórtán flokkum og munu sigurvegarar í hverju landi fyrir sig keppa til úrslita um norrænu sprotaverðlaunin (Nordic Startup Awards). Verðlaununum er ætlað að efla tengsl norrænu sprotasenunnar, sem og að verðlauna þá sprota, fjárfesta og stuðningsaðila sem skarað hafa fram úr á árinu. Úrslitakvöld Nordic Startup Awards fer fram í Kaupmannahöfn þann 30. október 2018.
Helstu úrslit hérlendis voru þau að sproti ársins á Íslandi var kosinn Kara Connect, stofnandi ársins var Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, fjárfestir ársins var Crowberry Capital og í vali fólksins varð frumkvöðullinn Oliver Luckett hlutskarpastur.
Hér að neðan má sjá sigurvegarana í hverjum flokki og aðra sem tilnefndir voru.
(Verðlaunin eru alþjóðleg og flokkatitlar eru á ensku.)
Ecosystem Hero of the Year |
Brandur Karlsson |
Best FinTech Startup |
Payday |
Startup of the Year |
Kara Connect |
Best Coworking Space |
Hús Sjávarklasans |
Investor of the Year |
Crowberry Capital |
Best Bootstrapped Startup |
Genki Instruments |
Best AI/Machine Learning Startup |
Activity Stream |
Best FoodTech/AgriTech Startup |
Jurt Hydroponics |
Founder of the Year |
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir |
Best Newcomer |
PayAnalytics |
Best Accelerator or Incubator |
Startup Reykjavík |
Best HealthTech Startup |
Kara Connect |
Best Social Impact Startup |
PayAnalytics |
Peoples’ Choice Awards |
Oliver Luckett |
