Heimsókn til SagaNatura

Frá heimsókn Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands til SagaNatura.
Frá heimsókn Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands til SagaNatura.


SagaNatura er sameinað fyrirtæki SagaMedica og KeyNatura og við hjá Nýsköpunarmiðstöð erum stolt af því að hafa verið í samvinnu við bæði þessi fyrirtæki. Krafturinn og framsæknin skín úr heilli nýrri línu af fæðubótarefnum, sem öll sem innihalda astaxanthin og hafa komið á markaðinn á síðustu mánuðum. Astaxanthin er efni sem er framleitt úr þörungum sem eru ræktaðir í Hafnarfirði. Ræktunartæknin skilar fyrirtækinu miklu magni af astaxanthini, sem er af háum gæðum og fyrir vikið bragðlítið og lyktarlítið. SagaNatura er komið með heila línu af fæðubótarefnum sem eru komin í flest apótek landsins og einnig inn á erlenda markaði. Vörurnar innihalda allar astaxanthin sem er eitt af sterkustu andoxunarefnum náttúrunnar. SagaNatura er skemmtilegt fyrirtæki með flottar vörur sem verður gaman að fylgjast með á næstunni.

 

 

CRISTAL ráðstefna á Húsavík

CRISTAL ráðstefna á Húsavík

Fjöldi áhugasamra sótti Cristal-ráðstefnuna á Húsavík og kynntu sér tæknimennt, nýsköpun og sjálfbærni í kennslu.
Atvinnu- og nýsköpunardagurinn á Akureyri 15. september

Atvinnu- og nýsköpunardagurinn á Akureyri 15. september

ANA hraðallinn er frumkvöðlasamkeppni á Norð-Austurlandi sem hefst með Atvinnu- og nýsköpunardeginum þann 15. september