Creative Business Cup fyrir skapandi frumkvöðla

Nýsköpunarmiðstöð Íslands er samstarfsaðili í alþjóðlegu frumkvöðlakeppninni Creative Business Cup. 

Umsóknarfrestur hérlendis er til 16. september og valin fyrirtæki taka þátt í undanúrslitum Creative Business Cup á Íslandi í september. Frumkvöðlar fá aðstoð sérfræðinga við að undirbúa fjárfestakynningar og skerpa á viðskiptahugmyndinni.

Sigurvegari hérlendis tekur þátt í aðalkeppni Creative Business Cup sem er haldin á ólíkum landi ár frá ári.

Óskað er eftir umsóknum frá skapandi frumkvöðlum. Viðskiptahugmyndin verður að hafa sterka tengingu við skapandi greinar, hafa hátt nýsköpunargildi og mikla markaðsmöguleika. Að minnsta kosti einn einstaklingur frá hverju liði verður að hafa menntun eða bakgrunn frá skapandi atvinnugreinum.

Síðasta keppni fór fram í Kaupmannahöfn í nóvember 2017 þar sem rúmlega 60 lönd tóku þátt.Keppnisréttinum fylgir flug og gisting fyrir tvo fulltrúa fyrirtækisins. Creative Business Cup er svo miklu meira en bara keppni – þetta er vettvangur sem styður frumkvöðla í skapandi atvinnugreinum, hjálpar þeim að vaxa, tengjast alþjóðlegum fjárfestum, sérfræðingum og mörkuðum.

Í fyrra var íslenska fyrirtækið Genki Instruments í 2. sæti í alþjóðlegu keppninni sem er ótrúlega góður árangur, en eins og fyrr sagði voru yfir 60 lönd sem tóku þátt í keppninni. Genki Instuments hefur hannað Wave, hring sem gerir tónlistarfólki kleift að hafa áhrif á tónlistarsköpun og flutning í rauntíma með hreyfingum handarinnar. 

Nánari upplýsingar eru á aðalsíðu keppninnar:

www.creativebusinesscup.com

 

 

Persónuverndarstefna Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands

Persónuverndarstefna Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands

Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur mótað og birt persónuverndarstefnu sína í samræmi við GDPR reglugerð sem tekið hefur gildi. Ef þú skráir þig á póstlista Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands þá skráum við nafn þitt, netfang og vinnustað. Sú vinnsla byggir á samþykki þínu og þér er heimilt að afturkalla það samþykki þitt hvenær sem er og skrá þig af póstlista okkar.
LÝSA – Rokkhátíð samtalsins á Akureyri 7. og 8. september

LÝSA – Rokkhátíð samtalsins á Akureyri 7. og 8. september

LÝSA er tveggja daga upplýsandi hátíð um samfélagsmál, haldin 7. og 8. september 2018 í Hofi á Akureyri. Starfsmenn NMÍ verða þar með erindi.