Frú Eliza Reid í heimsókn til Nýsköpunarmiðstöðvar

Guðbjörg Óskarsdóttir, Berglind Hallgrímsdóttir, Þorsteinn I. Sigfússon, Eliza Reid og Sigríður Ingv…
Guðbjörg Óskarsdóttir, Berglind Hallgrímsdóttir, Þorsteinn I. Sigfússon, Eliza Reid og Sigríður Ingvarsdóttir.

Nýsköpunarmiðstöð Íslands fékk góðan gest í heimsókn í vikunni. Frú Eliza Reid, forsetafrú kom í óformlega heimsókn til miðstöðvarinnar og fékk greinargott yfirlit yfir starfsemina. Sérstakan áhuga hafði hún á því starfi sem hér er unnið með frumkvöðlum og fyrirtækjum og ekki síður grasrótarstarfi Nýsköpunarmiðstöðvar með ungu fólki og skólum landsins. Fundurinn var haldinn að ósk og frumkvæði forsetafrúarinnar. 

Í framhaldi af kynningum starfsmanna spunnust áhugaverðar umræður um fjölmargt sem snertir nýsköpun og frumkvöðla og lýsti forsetafrúin einlægum áhuga sínum á  að leggja sitt lóð á vogarskálarnar ef það kæmi að gagni. Við hjá Nýsköpunarmiðstöð látum ekki bjóða okkur slíkt kostaboð tvisvar og erum þegar farin að leggja á ráðin með spennandi samstarf með Elizu Reid, forsetafrú. 

Nú getur þú kosið í Nordic Startup Awards 2018

Nú getur þú kosið í Nordic Startup Awards 2018

Nú getur almenningur farið inn á heimasíðu Nordic Startup Awards og kosið sinn sprota í íslensku úrslitunum.
Takt- og tóngerðasmiðja almennings á Menningarnótt

Takt- og tóngerðasmiðja almennings á Menningarnótt

Takt- og tóngerðasmiðja almennings verður haldin í Setri skapandi greina við Hlemm á Menningarnótt. Smiðjan er hluti af verðlaunum sem kennd eru við Distributed Design á Íslandi.