Frú Eliza Reid í heimsókn til Nýsköpunarmiðstöðvar

Nýsköpunarmiðstöð Íslands fékk góðan gest í heimsókn í vikunni. Frú Eliza Reid, forsetafrú kom í óformlega heimsókn til miðstöðvarinnar og fékk greinargott yfirlit yfir starfsemina. Sérstakan áhuga hafði hún á því starfi sem hér er unnið með frumkvöðlum og fyrirtækjum og ekki síður grasrótarstarfi Nýsköpunarmiðstöðvar með ungu fólki og skólum landsins. Fundurinn var haldinn að ósk og frumkvæði forsetafrúarinnar.
Í framhaldi af kynningum starfsmanna spunnust áhugaverðar umræður um fjölmargt sem snertir nýsköpun og frumkvöðla og lýsti forsetafrúin einlægum áhuga sínum á að leggja sitt lóð á vogarskálarnar ef það kæmi að gagni. Við hjá Nýsköpunarmiðstöð látum ekki bjóða okkur slíkt kostaboð tvisvar og erum þegar farin að leggja á ráðin með spennandi samstarf með Elizu Reid, forsetafrú.

