Takt- og tóngerðasmiðja almennings á Menningarnótt
Takt- og tóngerðasmiðja almennings verður haldin í Setri skapandi greina við Hlemm á Menningarnótt. Smiðjan er hluti af verðlaunum sem kennd eru við Distributed Design á Íslandi. Dagskráin í Setri skapandi greina við Hlemm hefst kl. 13 laugardaginn 18. ágúst með kynningu á verkefnum hönnuða í Distributed Design Awards Iceland ásamt tóngerðasmiðju skapara og almennings.
Nýsköpunarmiðstöð Íslands í samstarfi við Distributed Design Market Platform, Fab Lab Ísland, Setur skapandi greina, Creative Europe verkefni Evrópusambandsins og fleiri aðila standa að viðburðinum.
Karl Ágúst Úlfsson mun stýra svonefndum samfélagshring, tónlistargjörningi með takthring þar sem almenningur tekur þátt í tónsmíðum. Skaparar sem hafa gert eigin hljóðfæri eru sérstaklega boðnir velkomnir að taka þátt með hljóðfærunum sem þeir hafa gert.
Sérstakir gestir munu taka þátt í tónlistargjörningnum og verður viðburðurinn tekinn upp og sýndur á netinu.
Samhliða uppákomunni verða sýndar umsóknir um Disitributed Design verðlaunin á Íslandi og lýkur viðburðinum með verðlaunaafhendingu í Distributed Design verðlaununum á Íslandi.
Laugardagurinn 18.ágúst
Viðburður Menningarnótt kl:13:00-18:00
Dagskrá:
13:00-15:00: Kynning á munum í DDMP verkefnið. Workshop / tóngjafagerð
14:00-17:30 Kynning á munum í DDMP verkefnið. Tónlistargjörningur - takt og tóngerðarsmiðja
17:30: Kynning á sigurvegurum DDMP Iceland og kynning á verkefninu, verðlaununum og Dreifðri hönnun.
Viðburðurinn er styrktur af Creative Europe verkefni Evrópusambandsins.

