Nú getur þú kosið í Nordic Startup Awards 2018
09. ágúst 2018
Nú getur almenningur farið inn á heimasíðu Nordic Startup Awards og kosið sinn sprota í íslensku úrslitunum.
Velja þarf nafn Íslands í valblaði á kosningasíðunni SocialCEE og er þá hægt að velja á milli 2-5 íslenskra keppenda í hverjum flokki. Kosning stendur til 16. ágúst og verða íslensku úrslitin tilkynnt 6. september.
Sigurvegarar í keppninni hér heima taka þátt í norrænu keppninni í Kaupmannahöfn í október 2018 og eiga þá möguleika á að komast áfram í Global Startup Awards.

