Hack The Crisis Iceland hraðall á Setri skapandi greina
Teymin sem enduðu í efstu fjórum sætum í hverjum flokki í hakkaþoninu, sem haldið var í maí var boðið að koma á mini-hraðal á
Setri skapandi greina við Hlemm. Til að vinna með hugmynd sína áfram. Hannes Ottósson og Hulda Birna Kjærnested sáu um hraðallinn og unnu með teymunum áfram. Mentorar frá ríki og borg komu að til að aðstoða teymin.
Það voru 10 teymi sem skráðu sig til leiks, nokkur mættu á staðinn en önnur voru með á netinu.
Á Hack the crisis Iceland hakkaþoninu sem haldið var í lok maí komu yfir 200 manns saman til þess að leysa áskoranir samfélagsins vegna COVID-19 og þar með auka nýsköpun í opinberri þjónust, fyrir samfélagið.
Hakkaþonið er fyrsta hakkaþonið hérlendis sem haldið er stafrænt og var það opið þátttakendum um allan heim. F:verfagleg teymi spreyttu sig á áskorunum og lausnir við heilbrigðisþjónustu, velferðar- og félagsmála, menntamála og atvinnulífsins, einig var opinn flokkur. Hátt í 60 mentoarar skráðu sig til leiks og aðstoðuðu teymin yfir helgina við úrlausn sinna mála. Aðkoma mentora skiptir svona viðburði gífurlega miklu máli.
Fræðast má um öll verkefnin sem urðu til á hakkaþoninu HÉR.
Í hverjum flokki voru veitt verðlaunafé upp á 500.000 kr.
Sigurvegarar Hakkaþonsins voru:
# Nýskapandi lausnir í heilbrigðisþjónustu - Futuristics
# Nýskapandi lausnir í félags- og velferðarmálum – Kinder
# Nýskapandi lausnir í menntamálum – Hands-on Labs
#Nýskapandi lausnir í atvinnumálum – Áskorun 2020
# Opinn flokkur – Kinder
Hægt er að skoða meira um hakkaþonið á facebooksíðu viðburðarins hér:

