Kynningarfundur um Eurostars áætlunina

Eurostars áætlunin er fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki í Evrópu sem vinna sjálf að rannsóknum og þróun.  Eurostars-verkefni eru rannsóknar- og þróunarverkefni sem geta verið á hvaða tæknisviði sem er. 

Kynningarfundur um Eurostars verður haldinn fimmtudaginn 25. janúar á Nýsköpunarmiðstöð Íslands.  Fundurinn hefst klukkan 09:00 og stendur til 10:30 en eftir fund gefst fólki kostur á að eiga fund með fyrirlesurunum.

Frítt inn og það þarf að skrá sig á fundinn.

Bóka þarf samtalið með því að senda tölvupóst á skr@nmi.is

Dagskrá

9:00 - 10:15 Eurostars áætlunin, Nýsköpun og þróun SME fyrirtækja á alþjóðavettvangi – Snæbjörn Kristjánsson  stjórnarnefndarfulltrúi Eurostars á Íslandi (NPC)     

  • Reglur um styrkhæfni (Eligibility rules)
  • Umsóknarferlið
  • Skráning inn í umsóknarkerfið
  • Bein línu umsóknarkerfi – umsókn færð í gagnagrunn
  • Matsferlið
  • Matsskilyrði fyrir Eurostars umsókn

Leit að samstarfsaðila - Kjartan Due Nielsen verkefnisstjóri, Europe Enterprice Network, Nýsköpunarmiðstöð Íslands

Hvað þarf fyrir góða Eurostars umsókn - Einar O. Mäntylä, Verkefnisstjóri, Háskóla Íslands. Fulltrúi í Eurostars International Evaluation  Panel

10:15-10:30 Kaffi - hér lýkur formlegum fundi

10:30-11:30 Maður á mann fundir

Spurt og svarað – leiðbeiningar á  þrem  borðum samhliða (10 mín hver)

  • Einar O. Mäntylä, HÍ, fulltrúi í IEP Valnefndinni 
  • Snæbjörn Kristjánsson, Eurostars NPC
  • Kjartan Due Nielsen, verkefnisstjóri hjá EEN

 

 
Námskeið fyrir konur af erlendum uppruna

Námskeið fyrir konur af erlendum uppruna

Fyrir jólin útskrifuðust tveir hópar af Brautargengi á Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Í öðrum hópnum voru konur af erlendum uppruna en námskeiðið var haldið í samvinnu við Vinnumálastofnun og Félag kvenna af erlendum uppruna.
Myndin er tekin við undirritun samstarfssamningsins um keppnina.
Á myndinni eru f.v. Próf. Þorstein…

Hugmyndasamkeppni um varmaorku á Suðurlandi

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS), Nýsköpunarmiðstöð Íslands (NMÍ) og Orka náttúrunnar (ON) hafa gert með sér samkomulag um að efna til hugmyndasamkeppni um nýtingu varmaorku á Suðurlandi á þessu ári.