Samstarf um viðargæðamál

Þeir sem skrifuðu undir samninginn: Helgi Gíslason framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, Ed…
Þeir sem skrifuðu undir samninginn: Helgi Gíslason framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, Edda Oddsdóttir forstöðumaður á Mógilsá frá Skógræktinni, Sæmundur Sveinsson rektor Landbúnaðarháskóla Íslands, Hlynur Gauti Sigurðsson framkvæmdastjóri Landssamtaka skógareigenda, Þorsteinn I. Sigfússon forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands
(Mynd: Ól. Oddss.)

Unnið verður að því að auka gæði og verðmæti íslenskra viðarafurða með sérstöku samkomulagi sem undirritað var nýlega. Að samkomulaginu standa Landssamtök skógareigenda, Landbúnaðarháskólinn, Nýsköpunarmiðstöð Íslands,  Skógrætarfélag Reykjavíkur og Skógræktin. 

Markmið samstarfsins er að stuðla að auknum gæðum í ræktun og umhirðu skóga svo afurðir skógarins uppfylli kröfur markaðsins. Ætlunin er að efla fræðslu sem eykur færni þeirra sem vinna í framleiðslu og meðferð viðarafurða í þeim tilgangi að hámarka vermætasköpun og gæði. Vonast er til að fræðslustarfið geri skógareigendum kleift að setja á markaðinn byggingatimbur sem uppfyllir m.a. kröfur byggingareglugerðar. Einnig mun fræðslan svara þeim kröfum sem gilda fyrir hina ýmsu vöruflokka timburs eins og t.d. framleiðslu á efni í vörubretti, kurl, brenni o.s.frv.  Landbúnaðarháskólinn mun sjá um fræðslustarfið og fræðsluefnið mun vera framleitt í samvinnu við IÐNÚ.  Samstarfið er þegar hafið og vonast er til að því ljúki í byrjun ársins 2020. 

Guðbjörg Óskarsdóttir, Berglind Hallgrímsdóttir, Þorsteinn I. Sigfússon, Eliza Reid og Sigríður Ingv…

Frú Eliza Reid í heimsókn til Nýsköpunarmiðstöðvar

Frú Eliza Reid, forsetafrú kom í óformlega heimsókn til Nýsköpunarmiðstöðvar á dögunum og fékk greinargott yfirlit yfir starfsemina.
Nú getur þú kosið í Nordic Startup Awards 2018

Nú getur þú kosið í Nordic Startup Awards 2018

Nú getur almenningur farið inn á heimasíðu Nordic Startup Awards og kosið sinn sprota í íslensku úrslitunum.